Fara beint í efnið

Nýr forstjóri Sjúkratrygginga

22. febrúar 2023

Sigurður H. Helgason hefur tekið við starfi forstjóra Sjúkratrygginga frá og með 1. febrúar.

Sigurður Helgi forstjóri Sjúkratrygginga

Sigurður er með meistaragráðu í stjórnsýslu frá Roskilde Universitet, með sérhæfingu í heilsuhagfræði og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Hann hefur stýrt skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2013 og jafnframt verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Áður hefur hann gegnt embætti aðstoðarframkvæmdarstjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn þar sem hann var yfirmaður fjármála og stjórnsýslu, starfi sérfræðings í umbótum í opinberum rekstri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París og starfi sérfræðings í fjármálaráðuneytinu. Þá stýrði hann um árabil ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum.

Hann hefur í tengslum við störf sín unnið að fjölþættum verkefnum á sviði heilbrigðismála. Meðal annars tók hann virkan þátt í undirbúningi breytinga sem leiddu til laga um sjúkratryggingar og stofnunar Sjúkratrygginga árið 2008. Þá situr hann í stjórn Nýs Landspítala ohf. sem annast uppbyggingu á nýjum innviðum Landspítala. Nánar má lesa um um Sigurð og skipun hans í embætti forstjóra má lesa á heimasíðu Stjórnarráðsins: Stjórnarráðið | Sigurður H. Helgason er nýr forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (stjornarradid.is)