Fara beint í efnið

Samningur um rekstur 40 rýma á Vífilsstöðum fyrir aldraða

7. október 2022

Sjúkratryggingar hafa undirritað samning um rekstur 40 rýma á Vífilsstöðum fyrir aldraða.

Sjúkratryggingar lógó

Nýr rekstraraðili er Heilsuvernd Vífilsstaðir, dótturfélag Heilsuverndar sem rekur
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi.

Verkefnið sem hefst í janúar 2023 er nýjung og tekur félagið við þeirri þjónustu sem veitt er á
Vífilsstöðum og þróar hana áfram í samstarfi við Landspítala, Sjúkratryggingar og
heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu m.a. með áherslu á líknar- og bráðaþjónustu.

Með þessari breytingu er stefnt að því að efla og bæta þjónustu við aldraða. Landspítali mun
halda áfram uppbyggingu öldrunarþjónustu á Landakoti.

Öllum starfsmönnum Landspítala á Vífilsstöðum verður boðin tilfærsla í starfi innan spítalans.
Ný störf hjá Heilsuvernd Vífilsstöðum verða auglýst.