Fara beint í efnið

Auglýst eftir rekstraraðila til að reka heilsugæslustöð í Reykjanesbæ

1. júlí 2022

Um er að ræða heilsugæslustöð í 1.050 m2 húsnæði að Aðalgötu 60 Reykjanesbæ. Fjármögnun fer skv. fjármögnunarlíkani fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni.

Sjúkra lógó transparent

Um þjónustuna gilda, sjá gögn hér: Heilsugæslustöð í Reykjanesbæ - Auglýsing | Sjúkratryggingar Íslands (island.is)

  1. Almennir skilmálar Sjúkratrygginga Íslands um kaup á heilbrigðisþjónustu.

  2. Kröfulýsing fyrir rekstur heilsugæsluþjónustu, nú útg.2.0.

  3. Fjármögnunarlíkan heilsugæslu á landsbyggðinni, útg. 2022.

  4. Samningsdrög

Önnur gögn, þ.m.t. teikningar af húsnæðinu, má nálgast á ofangreindri slóð.

Ríkið leggur til húsnæði undir starfsemina að Aðalgötu 60 Reykjanesbæ, sem verður innréttað í samráði við verksala, en miðað er við að verksali leggi til húsbúnað og lækningatæki.

Gengið er út frá samningi til fimm ára. Stöðin skal opna 4-6 mánuðum eftir undirritun samnings við leigusala. Samningur við rekstraraðila verður gerður með fyrirvara um að samningar við leigusala gangi eftir.

Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda útfyllt tilboðshefti Heilsugæslustöð í Reykjanesbæ - Auglýsing | Sjúkratryggingar Íslands (island.is) á netfangið: innkaup@sjukra.is, þar sem fram kemur hvenær viðkomandi getur opnað heilsugæslustöðina og upplýsingar um menntun og reynslu starfsmanna. Þá skal bjóðandi samhliða tilboði senda SÍ kynningu á fyrirtækinu, lýsingu á gæðastefnu, gögn sem staðfesta fjárhagslegt hæfi og upplýsingar um hvernig uppfylla á kröfur sem koma fram í gögnum um verkefnið.

Fyrirspurnir má senda á ofangreint netfang.

Frestur til að senda inn tilboð er til kl. 12:00 þann 8. ágúst 2022.

Taka tilboða: SÍ munu taka hagstæðasta tilboðinu, sem miðast við hvenær viðkomandi bjóðandi getur opnað heilsugæslustöðina, að öðrum skilyrðum uppfylltum, Séu tvö eða fleiri tilboð þá jafngild mun val fara eftir fjölda stöðugilda lækna (fleiri gefa hærra mat) en séu þau enn jöfn mun hlutkesti ráða því við hvern verður samið. SÍ áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum séu þau ófullnægjandi.