Stoð- og meðferðarhjálpartæki
Greiðsluþátttaka vegna stoð- og meðferðarhjálpartækja
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á eftirfarandi stoð- og meðferðarhjálpartækjum:
Bæklunarskóm og skóinnleggjum.
Gervilimum og öðrum gervihlutum.
Spelkum.
Þrýstisokkum og þrýstibúnaði.
Öndunarhjálpartækjum og súrefnisbúnaði.
Heilbrigðisstarfsmaður fyllir út umsókn fyrir þig.
Í umsókninni rökstyður heilbrigðisstarfsmaðurinn þörfina fyrir hjálpartækinu með sjúkdómsgreiningu, sjúkrasögu, færnimati og öðrum upplýsingum.
Ef umsókn er samþykkt, þá færðu bréf um það í stafræna pósthólfið á Mínum síðum.
Þá ertu komin með réttindi til að fá hjálpartækið niðurgreitt.
Fyrirtækin sem selja hjálpartækin sjá einnig þessi réttindi þín.
Ef breyting verður á sjúkdómsástandi/fötlun gæti þurft nýja umsögn heilbrigðisstarfsmanns.
Ef ekki berast fullnægjandi gögn, er afgreiðslu frestað og óskað eftir þeim gögnum sem vantar. Málið er tekið upp að nýju þegar þau berast.
Þegar það er búið að samþykkja umsóknina þá færðu að vita hvert þú getur sótt tækið. Ef boðið er upp á að fá hjálpartækið sent heim þá greiðir þú ekki fyrir sendinguna.
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á bæklunarskóm og skóinnleggjum. Sjúkratryggingar greiða skófyrirtækinu samkvæmt fastri upphæð í reglugerð og þú greiðir restina af heildarkostnaði.
Viðurkennd skófyrirtæki af hálfu Sjúkratrygginga með tilskylda sérfræðinga eru:
Skósmiðurinn og Álfarnir ehf., Freyjunesi 8, 603 Akureyri, sími 461-1600
Stoð, stoðtækjasmíði, Dragháls 14-16, 110 Reykjavík, sími 565-2885
Stoðtækni Skósmiðja, Lækjargötu 34A, 220 Hafnarfjörður, sími 533-1314
ForMotion, Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, sími 515-1300
Innlegg
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við skóinnlegg ef um alvarlega aflögun fóta er að ræða. Innlegg geta ýmist verið tilbúin eða sérsmíðuð. Sjúkratryggingar greiða 90% af kostnaði en að hámarki:
5.800 krónur fyrir tilbúið innlegg (11.500 krónur fyrir parið)
11.000 krónur fyrir sérsmíðað innlegg (22.500 krónur fyrir parið).
Bæklunarskór - tilbúnir
Greiðsluþátttaka er veitt þegar um verulega aflögun fóta er að ræða. Að jafnaði er samþykkt eitt par á ári en tvö pör á ári fyrir börn í vexti og virka einstaklinga.
Greiðsluþátttaka er 90% en að hámarki 47.000 krónur.
og er styrkur veittur fyrir upphækkun á tilbúnum bæklunarskóm (meira en 2 cm).
Bæklunarskór - hálfsérsmíðaðir eða sérsmíðaðir
Þegar um mikla aflögun fóta er að ræða og staðlaðir bæklunarskór ganga ekki þá er veittur styrkur fyrir sérsmíðaða skó. Að jafnaði er samþykkt eitt par á ári en tvö pör á ári fyrir börn í vexti og virka einstaklinga.
Greiðsluþátttaka er 90% en að hámarki 99.000 krónur fyrir hálf sérsmíða og 210.000 krónur fyrir sérsmíðaða skó.
Hækkun á skóm
Heimilt er að samþykkja styrk vegna upphækkunar á skóm ef þörf er á tveggja cm upphækkun eða meira, samþykktar eru:
tvær upphækkanir á ári.
þrjár upphækkanir á ári fyrir mjög virka einstaklinga.
Styrkupphæð er samkvæmt verðkönnun.
Breytingar á tilbúnum bæklunarskóm
Greiðsluþátttaka er 90%, en að hámarki 33.000 krónur, þegar tilbúnir bæklunarskór duga ekki án breytinga.
Breytingar á hefðbundum skóm
Aldrei er greitt fyrir skóna sjálfa. Styrkupphæð er 90% af kostnaði, en aldrei hærri en 33.000 krónur.
Misstórir skór
Sjúkratryggingar greiða 50% af kostnaði, en að hámarki 17.000 krónur fyrir hvert skópar.
Það þarf að vera að minnsta kosti tveggja númera stærðarmunur til að styrkur sé veittur.
Mest er greitt fyrir 4 skópör á ári svo það fáist tvö nothæf skópör.
Viðgerðir á tilbúnum og sérsmíðuðum bæklunarskóm
Viðgerðir eru greiddar ef slit á skóm er vegna sjúkdómsástands, til dæmis hjá einstaklingum með spastískt göngulag vegna heilalægrar lömunar (CP).
Að hámarki er greitt fyrir viðgerðir á fjórum skópörum á ári.
Greiðsluþátttaka er 90%, en að hámarki 14.500 krónur fyrir tilbúna bæklunarskó. En greitt er samkvæmt kostnaðaráætlun fyrir sérsmíðaða skó og 90% af þeirri upphæð.
Almennt er greiðsluþátttaka í gervilimum 100%. Samþykkt er að hámarki einn gervilimur ásamt viðeigandi íhlutum, ein hörð hulsa og tvær mjúkar hulsur á ári. Virkir einstaklingar eiga rétt á gervilim ásamt fylgihlutum til skiptanna.
Samningar eru við:
ForMotion ehf., Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, sími 515-1300.
Stoð hf., Trönuhrauni 8, 220 Hafnarfjörður, sími 565-2885.
Viðgerðir á gervilimum
Fyrsta og önnur viðgerð á ári á hvern gervilim er greidd að fullu, en síðari viðgerðir eru greiddar 70%.
Hárkollur, sérsniðin höfuðföt og húðflúr
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á hárkollum, sérsniðnum höfuðfötum og húðflúrs á augabrúnum og/eða húðflúrlínu kringum augu ef um er að ræða:
Varanlegt hárleysi
Hárleysi vegna krabbameinsmeðferðar eða innkirtlameðferðar
Útbreiddan langvarandi blettaskalla (í meira en eitt ár)
Sjúkratryggingar greiða allt að 188.000 krónur á hverju 2 ára tímabili.
Gervibrjóst
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á gervibrjóstum/gervibrjóstafleygum vegna brjóstnáms.
Brjóstnám: tvö brjóst á fyrsta ári og eitt á ári eftir það
Brjóstnám beggja vegna: fjögur brjóst á fyrsta ári og tvö á ári eftir það.
Sérstyrkt brjóstahöld vegna uppbyggingar á brjóstum
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á sérstyrktum brjóstahöldum vegna uppbyggingar brjósts/brjósta eftir brjóstnám. Styrkur er greiddur fyrir að hámarki tvö brjóstahöld.
Styrkupphæð er samkvæmt verðkönnun.
Húðflúr á geirvörtu og vörtubaug
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við húðflúrun á geirvörtu og/eða vörtubaug á uppbyggt brjóst.
Upphæðin er kr. 30.000 og styrkurinn er veittur á tveggja ára fresti.
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við kaup á 3 pörum af þrýstisokkum og 2 þrýstiermum á hverju 12 mánaða tímabili.
Greitt er fyrir þrýstibúnað vegna:
Bruna.
Langvinnra alvarlegra bláæða/sogæðavandamála.
Langvarandi bjúgsöfnun vegna lömunar.
Sjúkratryggingar greiða:
Almennt: 70%.
Fyrir börn: 90%.
Vegna bruna: 100%.
Greiðsluþátttaka vegna tilbúinna þrýstisokka er 11.600 krónur miðað við 100% greiðsluþátttöku en er annars hlutfall af þeirri upphæð (90% 10.450 krónur og 70% 8.150 krónur).
Sérsaumaðir þrýstisokkar eru samþykktir þegar um er að ræða veruleg líkamleg frávik vegna sjúkdóma, byggingarlags eða slysa og sogæðabjúgs, stig I. Styrkupphæð slíkra sokka er tvöföld miðað við tilbúna þrýstisokka.
Sérsaumaðir þrýstisokkar úr flatsaumi eru samþykktir fyrir notendur með staðfestan sogæðabjúg (lymphoedema) stig II-III og skal sjúkdómsgreining staðfest af æðaskurðlækni að undangengnum rannsóknum. Styrkupphæð slíkra sokka er byggð á kostnaðarmati hverju sinni.
Bitgómar vegna kæfisvefns
Sjúkratryggingar greiða 70% af kostnaði við bitgóma vegna kæfisvefns en að hámarki 45.000 krónur.
Niðurstöður svefnmælingar og hvar hún var framkvæmd þurfa að fylgja umsókn um styrk . Styrkurinn er veittur ef öndunaratburðir mælast AHI 5 eða meira.
Eftirtaldir aðilar eru viðurkenndir til svefnmælinga:
Landspítalinn Fossvogi (lungnadeild A6 og göngudeild A3)
Sjúkrahúsið á Neskaupsstað
Sjúkrahúsið á Akureyri
Reykjalundur
Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum
Læknasetrið
Endurnýjun er samþykkt á 6 ára fresti.
Innöndunartæki
Sjúkratryggingar greiða 70% af kostnaði vegna innöndunartækja.
Einstaklingar greiða sjálfir fyrir endurnýjun á fylgihlutum nema ef þeir eru með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis).
Sjúkratryggingar greiða 100% af kostnaði fyrir tæki og fylgihluti fyrir einstaklinga með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis).
Öndunarmælar
Öndunarmælar (súrefnismettunarmælar) eru að jafnaði einungis samþykktir fyrir börn sem eru með alvarlegan hjarta- og/eða lungnasjúkdóm þannig að nauðsynlegt sé að fylgjast stöðugt með súrefnismettun í þeim tilgangi að stjórna súrefnisgjöf og/eða bregðast við lífshættulegum aðstæðum samkvæmt fyrirmælum lækna.
Öndunarvélar
Kæfisvefnsvélar og öndunarvélar eru samþykktar fyrir einstaklinga í heimahúsum með alvarlega öndunarfærasjúkdóma. Þörf fyrir öndunarvél er metin af lungnadeild A6 eða göngudeild A3 á Landspítala.
Símanúmer: 543-6025.
Netfang: svefnhjukrun@landspitali.is.
Súrefnisbúnaður
Heilbrigðisstarfsmaður sendir umsókn um súrefni beint til súrefnisþjónustu Sjúkratrygginga, A3 á LSH í síma 543-6049 eða á netfangið: surefni@landspitali.is
Ferðasúrefnissíur
Ferðasúrefnissíur eru samþykktar fyrir einstaklinga sem eru virkir og mikið á ferðinni.
Búnaðurinn er léttari en hefðbundnir súrefniskútar og er því hentugur fyrir þá sem þurfa að bera búnaðinn.
Einstaklingar á hjúkrunarheimilum teljast virkir ef þeir eru t.d. að sækja atburði utan deildar.
Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þig vantar þá geturðu sent Sjúkratryggingum fyrirspurn
