Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Sjónstöðin fær áþreifanlegt listaverk

6. október 2025

Sjónstöðin hefur fengið málverk að gjöf sem má bæði horfa og þreifa á.

Júlíus Birgir Jóhannsson hefur fært Sjónstöðinni málverk að gjöf eftir hann sjálfan. Júlíus er fyrrverandi starfsmaður Sjónstöðvarinnar og sjálfur er hann með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Honum fannst vanta áþreifanlegar myndir fyrir börn og vill að málverkið verði þar sem börn ná til og verður verkið sett upp í móttökurými fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Verkið er því bæði til að horfa og þreifa á. Á myndinni má sjá og finna fyrir hestum og hestagerði við hesthús.