Samningur um réttindi fatlaðs fólks lögfestur.
13. nóvember 2025
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi miðvikudaginn 12. nóvember.

Samningurinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn 30. mars 2007 og var hann fullgiltur 23. september 2016.
Með lögfestingu samningsins verða réttindin sem hann lýsir, eins og jafnt aðgengi, bann við mismunun, þátttaka á eigin forsendum og krafa um viðeigandi aðlögun, að íslenskum rétti og verða þannig skýr í íslensku réttarkerfi.
Frumvarpið var lagt var fram af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og var samþykkt með 45 atkvæðum gegn engu mótatkvæði. Fimm sátu hjá við atkvæðagreiðslu og þrettán voru fjarverandi.