Reynsla Íslendinga af Lífsaðlögunarferlinu kynnt á norrænu námskeiði um Usher heilkennið.
20. nóvember 2025
Dagana 12-13. nóvember síðastliðinn hélt Norræna tengslanetið um Usher heilkenni (Usher network), námskeið um Lífsaðlögunarferlið (Life Adjustment Model) og fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Þátttakendur voru flestir frá Norðurlöndunum (Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Ísland) auk tveggja frá Kanada. Steinunn Þórdís Sævarsdóttir, félagsráðgjafi á Sjónstöðinni, fór fyrir hönd Íslands og var með fyrirlestur þar sem hún tengdi líkanið við þjónustu Sjónstöðvarinnar. Á námskeiðinu voru fyrirlestrar og hópaumræður um líkanið og hvernig hægt er að nota það í starfi með fólki með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.