Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Orlofsdagar á Sólheimum í Grímsnesi

18. ágúst 2025

Sólheimar bjóða blindu og sjónskertu fólki ásamt maka/aðstandanda upp á orlofsdaga á Sólheimum (Bergheimum) 8.-12 september.

Markmið með þessum dögum er að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir og sund eða bara að hlusta á fuglana.

Dvölin er ókeypis og þarf því ekkert að greiða hvorki fyrir gistingu né fæði.

Markhópur fyrir þessa daga eru þeir sem náð hafa 60 ára aldri.

Um er að ræða 12 tveggja manna herbergi vikuna 8.-12. september næstkomandi. Dvölin hefst eftir kl. 14:30 á mánudegi þann 8.september og lýkur eftir morgunmat á föstudegi þann 12. september.

Skráning er hafin á skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525-000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is

Lokadagur skráningar er til hádegis miðvikudaginn 3. september.