Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Opið hús hjá Sjónstöðinni á degi hvíta stafsins

8. október 2025

Í tilefni dags hvíta stafsins verður opið hús hjá Sjónstöðinni í Hamrahlíð 17, 6. hæð, miðvikudaginn 15. október, milli kl. 14:00-16:00.

Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins er 15. október.

Á opnu húsi gefst öllum áhugasömum tækifæri til að kynna sér ný húsakynni Sjónstöðvarinnar, auk þess sem ýmis hjálpartæki ætluð blindum og sjónskertum verða til sýnis og kynnt fyrir gestum og gangandi.

Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins er baráttu- og vitundardagur blindra og sjónskertra sem haldinn er 15. október á hverju ári. Tilgangur dagsins er fyrst og fremst að vekja athygli á hvíta stafnum og hagsmunamálum blindra og sjónskertra. Sérstök áhersla er lögð á að vekja athygli á aðgengismálum og þeim hindrunum sem aftra blindum og sjónskertum frá því að lifa sjálfstæðu lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Í tilefni dagsins hvetur Sjónstöðin alla notendur hvíta stafsins til að taka fram stafinn sinn og auka þar með sýnileika hans.

Athugið: Hægt verður að koma með hvíta stafinn til lagfæringar eða til að setja á hann nýjan enda.

Léttar veitingar í boði.

Hlökkum til að sjá sem flesta, verið velkomin.