Fara beint í efnið
Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Norræn punktaletursráðstefna á Íslandi

25. október 2023

Dagana 25. – 26. október var haldin norræn punktaletursráðstefna í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Til ráðstefnunnar mættu þátttakendur frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð, auk þess sem nokkrir þátttakendur tóku þátt í gegnum Teams.

islenska-punktaletursstafrofid-med-fyrirsogn-89800 924x675-924x675

Ráðstefnan stóð yfir í tvo daga og var farið um víðan völl. Meðal þess sem rætt var um var punktaletur í stærðfræði og tónlist, sem voru málefni sem brunnu á öllum þátttakendum. Þá voru einnig fyrirlestrar um tilgang punktalesturskennslu, 8 punkta letur og fleira. Þá var ákveðið að á næsta ári færi ráðstefnan fram í Finnlandi, en fram að því yrðu stofnaðir starfshópar um tónlist, stærðfræði og 8 punkta letur sem myndu starfa fram að næsta fundi.

Mjög góður rómur var gerður að ráðstefnunni og mikið talað um mikilvægi þess að fólk hittist reglulega til að ræða um og þróa punktaletur áfram á Norðurlöndum. Þá var athyglisvert að sjá að öll lönd eru að miklu leyti að glíma við sömu vandamálin og því er mjög gagnlegt að heyra og sjá hvað aðrir eru að gera.