Námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands
16. október 2024
Stjórn Þórsteinssjóðs auglýsir um þessar mundir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á lífi og aðstæðum blindra og sjónskertra einstaklinga, einkum í félags- og hugvísindum.
Stjórn Þórsteinssjóðs auglýsir um þessar mundir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á lífi og aðstæðum blindra og sjónskertra einstaklinga, einkum í félags- og hugvísindum.
Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra eða sjónskertra stúdenta sem stunda nám við Háskóla Íslands á skólaárinu 2024-2025. Einnig verða veittir styrkir til rannsókna sem beinast að félagslegum og menningarlegum aðstæðum sjónskertra og blindra einstaklinga.
Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er allt að 10 milljónir króna.
Umsóknarfrestur er til 4 nóvember og er áætlað að úthluta styrknum 9.desember.
Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknarferlið er að finna á heimasíðu Háskóla Íslands.
Við hvetjum blinda og sjónskerta stúdenta við Háskóla Íslands eindreigið til að sækja um.