Fara beint í efnið
Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands

16. október 2024

Stjórn Þórsteinssjóðs auglýsir um þessar mundir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á lífi og aðstæðum blindra og sjónskertra einstaklinga, einkum í félags- og hugvísindum.

Námsstyrkir við HÍ

Stjórn Þórsteinssjóðs auglýsir um þessar mundir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á lífi og aðstæðum blindra og sjónskertra einstaklinga, einkum í félags- og hugvísindum.

Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra eða sjónskertra stúdenta sem stunda nám við Háskóla Íslands á skólaárinu 2024-2025. Einnig verða veittir styrkir til rannsókna sem beinast að félagslegum og menningarlegum aðstæðum sjónskertra og blindra einstaklinga.

Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er allt að 10 milljónir króna.

Umsóknarfrestur er til 4 nóvember og er áætlað að úthluta styrknum 9.desember.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknarferlið er að finna á heimasíðu Háskóla Íslands.

Við hvetjum blinda og sjónskerta stúdenta við Háskóla Íslands eindreigið til að sækja um.