Fara beint í efnið
Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Alþjóðlegur dagur punktaleturs

4. janúar 2024

Í dag, 4. janúar er alþjóðlegur dagur punktaleturs. Þann 4. janúar 1809 fæddist Louis Braille í smábænum Coupvray í Frakklandi.

islenska-punktaletursstafrofid-med-fyrirsogn-89800 924x675-924x675

Í dag, 4. janúar er alþjóðlegur dagur punktaleturs. Þann 4. janúar 1809 fæddist Louis Braille í smábænum Coupvray í Frakklandi. Þegar hann var þriggja ára missti hann sjón á öðru auganu þegar alur í aktygjasmiðju föður hans rakst í það. Sýking í skaddaða auganu barst yfir í hitt augað og hann missti að lokum sjón á því líka. Louis reyndist vera prýðis námsmaður og 10 ára gamall hlaut hann styrk til náms við Konunglega skólann fyrir blind ungmenni (Institution Royale des Jeunes Aveugles). Þar kynntist hann punktaleturskerfi sem Charles Barbier de la Serre, franskur áhugamaður um skriftarkerfi og fyrrum hermaður, hafði skapað. Þetta kerfi þróaði Louis Braille áfram og kynnti samnemendum sínum endurbætta og fjölhæfari útgáfu þess árið 1824. Þetta letur heitir á mörgum tungumálum eftir höfundinum (braille) og er notað um allan heim í dag, en í mismunandi útgáfum.

Þann 7. júní 2011 var punktaletur fest í lög sem íslenskt ritmál. og árið 2018 samþykkti aðalþing Sameinuðu þjóðanna að festa í sessi alþjóðlegan dag punktaletursins þann 4. janúar ár hvert.

Sjónstöðin

Hafðu samband

Símanúmer: 545 5800

sjonstodin@sjonstodin.is

Kennitala: 480109 1390

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga 9 til 16
föstudaga 9 til 12

Símaafgreiðsla
Mánudaga til fimmtudaga 9 til 12 og 13 til 16, föstudaga 9 til 12

Heim­il­is­fang

Hamrahlíð 17
105 Reykjavík
Sjá staðsetningu á korti

Fylgdu okkur

Facebook
RSS feed