Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Þessi frétt er meira en árs gömul

Alþjóðlegi sjónverndardagurinn

10. október 2024

Alþjóðleg sjónverndardagurinn 2024 er haldinn 10.október. Deginum er ætlað að vekja athygli almennings út um allan heim á blindu og sjónskerðingu, sjónmissi og sjónvernd.

Alþjóðleg sjónverndardagurinn er haldinn annan fimmtudag októbermánaðar ár hvert. Tilgangur dagsins er að vekja athygli almennings út um allan heim á blindu og sjónskerðingu, sjónmissi og sjónvernd.

Þema dagsins í ár snýr að sjónvernd barna. Í tilefni dagsins eru foreldrar, forráðamenn og aðrir sem vinna með börnum hvattir til þess að huga að sjón barna sinna. Það getur falið í sér allt frá því að bóka reglulega tíma hjá augnlækni yfir í að minnka skjátíma og verja meiri tíma utandyra. Þá er fólk ekki síður hvatt til þess að fræða börn um sjónvernd og mikilvægi hennar.

Dagskrá Blindrafélagsins

Daganna 11.-17.október mun Blindrafélagið halda úti öflugri dagskrá í tilefni sjónverndardagsins og dags hvíta stafsins sem haldinn verður 15.október næstkomandi.

Á dagskrá verða færnibúðir og sjónlýsingar á hinum ýmsu viðburðum, svo sem á knattspyrnuleikjum Íslands í Þjóðardeildinni og heimildarmyndinni „Acting Normal with CVI“.

Nánari upplýsingar um dagskrána og skráningu á viðburði má finna á heimasíðu Blindrafélagsins https://www.blind.is/is