Fjöltyngd máltaka heyrnarlausra og heyrnarskertra
17. desember 2024
kl. 15:00 til 16:00
Veröld - Hús Vigdísar, Stofa 007,
Kathryn Crowe aðjunkt í talmeinafræði við Háskóla Íslands flytur erindi um fjöltyngda máltöku heyrnarlausra og heyrnarskertra, þriðjudaginn 17. desember kl. 15-16 í Veröld stofu VHV-007.
Erindið sem er á vegum Rannsóknastofu í táknmálsfræðum og Íslenska málfræðifélagsins, verður flutt á ensku og túlkað samtímis yfir á íslenskt táknmál.
Sjá nánar: Fjöltyngd máltaka heyrnarlausra og heyrnarskertra | Háskóli Íslands