Fara beint í efnið
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Forsíða
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Forsíða

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Meistaraverkefni um áhrif undirbúnings á táknmálstúlkun í Ritinu

23. október 2023

Sumarið 2022 útskrifaðist Hólmfríður Þóroddsdóttir, starfsmaður SHH, með meistaragráðu frá Deild menntunar og margbreytileika innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknarverkefni hennar snéri að áhrifum undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar, en rannsóknin var unnin undir handleiðslu Karenar Rutar Gísladóttur.

Áhrif undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar

Sumarið 2022 útskrifaðist Hólmfríður Þóroddsdóttir, starfsmaður SHH, með meistaragráðu frá Deild menntunar og margbreytileika innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknarverkefni hennar snéri að áhrifum undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar, en rannsóknin var unnin undir handleiðslu Karenar Rutar Gísladóttur. Þær Hólmfríður og Karen skrifuðu grein upp úr rannsóknarverkefninu og sú grein var birt nú á haustdögum í Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar HÍ. Greinin nefnist Áhrif undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar og hana má nálgast hér: Áhrif undirbúnings á gæði túlkunar

Eins og fram kemur í grein Hólmfríðar hefur undirbúningur jákvæð áhrif á gæði túlkunar. Undirbúningur bæði eykur skilning túlksins á því efni sem tekið er fyrir og auðveldara honum að túlka það sem sagt er yfir á hitt tungumálið. Þess vegna er mikið lagt upp úr því á SHH að túlkar fái efni til undirbúnings áður en túlkun á sér stað. Það sem telst til undirbúningsefnis eru t.d. glærur eða punktar frá fyrirlesurum/kennurum, sálmaskrár vegna útfara, dagkrár funda og ráðstefna, upplýsingar um þátttakendur og aðstæður á þeim stað þar sem verkefni fara fram, auk ýmiss annars efnis sem tiltækt er.

Mikilvægt er að efnið berist tímanlega því túlkarnir þurfa að hafa tíma til að fara yfir efnið áður en verkefnið hefst, því er ekki nóg að fá undirbúning rétt áður en verkefnið byrjar.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Myndsímatúlkun er opin alla virka daga frá kl. 9-16

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Myndsímatúlkun er opin alla virka daga frá kl. 9-16

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

shh-logo
sign-wiki
facebook-logo
youtube-logo