Maður ársins og heiðursviðurkenningar
11. febrúar 2023
Á degi íslensks táknmáls og afmælisdegi Félags heyrnarlausra, þann 11. febrúar, veitti þriggja manna stjórn félagsins þremur félagsmönnum viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í störfum og daglegum verkefnum.
Á degi íslensks táknmáls og afmælisdegi Félags heyrnarlausra, þann 11. febrúar, veitti þriggja manna stjórn félagsins þremur félagsmönnum viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í störfum og daglegum verkefnum.
Kristinn Arnar Diego hlaut heiðursviðurkenningu fyrir vísindagrein sína, sem unnin var upp úr meistararitgerð hans í fötlunarfræðum og fjallar um stöðu döff fólks á Íslandi. Hann útskrifaðist árið 2020 en greinin var birt árið 2022 í Journal of Deaf Studies and Deaf Education. Taldi stjórnin hana vera mikilvægt framlag í rannsóknum um stöðu döff fólks á Íslandi.
Júlía G. Hreinsdóttir hlaut heiðursviðurkenningu fyrir mastersverkefni sitt í kennslufræðum, „Baráttusaga íslenska táknmálsins“. Að mati stjórnarinnar er verkefnið mikilvæg heimild um baráttusögu döff fólks fyrir íslensku táknmáli.
Uldis Ozols hlaut viðurkenninguna „Maður ársins 2022“ í þágu menningar og lista, þá sérstaklega fyrir hlutverk sitt í leikritinu „Eyja“, sem sýnt var veturinn 2022 í Þjóðleikhúsinu.