Lokað fyrir endurgjaldslausa túlkaþjónustu út mars
20. mars 2025
Fjármagn til endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á 1. ársfjórðungi 2025 er uppurið. Myndsímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 24. mars til og með 31. mars. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð. Túlkaþjónusta gegn gjaldi verður áfram veitt. Þriðjudaginn 1. apríl verður hægt að veita endurgjaldslausa túlkaþjónustu að nýju og þá opnar Myndsímatúlkun SHH aftur.