Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Forsíða
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Forsíða

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Laus störf táknmálstúlka

25. september 2025

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður táknmálstúlka.

Helstu verkefni og ábyrgð

Störf táknmálstúlka heyra undir túlkunarsvið stofnunarinnar. Verkefni táknmálstúlka tengjast vinnu við íslenskt táknmál, einna helst táknmálstúlkun og þýðingum. Auk þess taka þeir þátt í ýmsum verkefnum á starfssviði stofnunarinnar sem þeim eru falin.

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun í táknmálsfræði og táknmálstúlkun.

  • Gott vald á íslensku táknmáli.

  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

  • Gott vald á ensku æskilegt.

  • Bílpróf æskilegt.

  • Reynsla af táknmálstúlkun kostur.

  • Frumkvæði og geta til að starfa bæði sjálfstætt og í teymisvinnu.

  • Góð samskiptafærni, þjónustulund, stundvísi og skipulagshæfileikar.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og starfar fyrir táknmálssamfélagið á Íslandi. Við viljum ráða fagfólk sem hefur einlægan áhuga á íslensku táknmáli og metnað fyrir táknmálstúlkun. Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur fólk sem vill starfa í anda gilda okkar; frumkvæði, samvinna og virðing.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Viska - stéttarfélag hafa gert.

Umsóknum skulu fylgja prófskírteini, ítarleg náms- og starfsferilskrá, upplýsingar um mögulega umsagnaraðila auk kynningarbréfs. Í kynningarbréfi skal gerð grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins.

Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Öll starfsviðtöl fara fram bæði á íslensku og íslensku táknmáli og umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að gangast undir færnimat í íslensku táknmáli og túlkun.

Starfið er staðbundið og gert er ráð fyrir að það sé unnið að mestu á starfsstöð stofnunarinnar og á vettvangi túlkunar á höfuðborgarsvæðinu og í nærliggjandi sveitarfélögum.

Samskiptamiðstöð er heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á að efla mannauð og stuðla að góðri heilsu og líðan starfsmanna.

Á heimasíðu stofnunarinnar www.shh.is má finna upplýsingar um stofnunina og starfsemi hennar.

Auglýst er eftir táknmálstúlkum í fullt starf í dagvinnu (100% starfshlutfall) auk möguleika á eftirspurnartengdri yfirvinnu á kvöldin og um helgar. Hlutastarf er þó einnig möguleiki.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

- - - - -

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 07. 10. 2025

Nánari upplýsingar veitir

Anna Dagmar Daníelsdóttir, sviðsstjóri túlkunarsviðs – anna.dagmar.danielsdottir@shh.is – s: 562 7702, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Laugavegi 166, 105 Reykjavík.

Hægt er að sækja um starfið inn á Starfatorgi.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Myndsímatúlkun er opin alla virka daga frá kl. 10 - 14

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Myndsímatúlkun er opin alla virka daga frá kl. 10 - 14

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

shh-logo
sign-wiki
facebook-logo
youtube-logo