Fara beint í efnið

Gjöf til SHH - verk eftir Júlíus Birgi Jóhannsson

11. nóvember 2022

Þann 11. nóvember fékk Samskiptamiðstöð heimsókn frá Júlíusi Birgi Jóhannssyni. Tilefnið var afhending listaverksins Hendur, sem var unnið af Júlíusi í samvinnu við Marel ehf. og Mótefni ehf

listaverk-hendur

Þann 11. nóvember fékk Samskiptamiðstöð heimsókn frá Júlíusi Birgi Jóhannssyni. Tilefnið var afhending listaverksins Hendur, sem var unnið af Júlíusi í samvinnu við Marel ehf. og Mótefni ehf. Verkið er samsett úr 36 afsteypum af höndum Júlíusar sem sýna íslenska fingrastafrófið. Marel ehf. sá um framleiðslu á stöndunum og Mótefni ehf. styrkti verkefnið með þátttöku í kostnaði efnanna.

Hugmyndin að verkinu spratt upp þegar Júlíus tók eftir því á táknmálsnámskeiði á SHH að aðrir nemendur áttu erfitt með að átta sig á myndun fingrastafanna út frá tvívíðum myndum. Markmið hans var því að búa til verk sem gæti einnig nýst sem kennslutæki fyrir þá sem eru að læra táknmál. Standarnir eru mattir, en Júlíus tekur fram að: „glansandi hlutir geta truflað þá sem eru með sjónskerðingar.“ Hver standur er merktur með viðeigandi staf á íslensku ritmáli og punktaletri, sem gerir verkið að mjög aðgengilegu kennslutæki. Allar hendurnar eru í mismunandi lit en hugsunin á bak við það var sú að börn ættu mögulega auðveldara með að tengja hvern staf við ákveðinn lit.

Hægt er að nálgast myndband með táknmálsþýðingu

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559