Framhaldsnámskeið í íslensku táknmáli fyrir döff innflytjendur
6. desember 2024
Vinnumálastofnun býður döff innflytjendum upp á framhaldsnámskeið í íslensku táknmáli.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa nokkra undirstöðu í íslensku táknmáli.
Námskeiðið er 60 klst og kennt verður 2 x í viku, 2 tíma í senn. Kennsla hefst 15. janúar og lýkur 30. apríl. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 8:30 – 10:30 á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, SHH.
Hafið samband við Eyrúnu Helgu Aradóttur, sviðsstjóra táknmálssviðs, taknmal@shh.is ef þið óskið eftir frekari upplýsingum. Skráning á námskeiðið fer fram á heimasíðu SHH, https://island.is/s/shh/skraning-a-namskeid