Endurmenntun táknmálstúlka
5. september 2024
Endurmenntunarnámskeið í Portúgal
Í júlí síðastliðinn sóttu þrír táknmálstúlkar, sem starfa á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, endurmenntunarnámskeið í Portúgal. Túlkarnir sem sóttu námskeiðið voru þær Iðunn Ása Óladóttir, Sandra Helgadóttir og Steinunn Birna Jónsdóttir. Námskeiðið bar heitið ,,Training for Sign Language Interpreters: Interpreting from and to English". Námskeiðið var haldið í bænum Coimbra og stjórnað af Mayu de Witt. Maya er túlkakennari og rannsakandi, með mikla reynslu á sviði táknmálstúlkunar.
Túlkarnir fengu þjálfun í að túlka af íslensku táknmáli yfir á ensku, sem þriðja mál, og svo frá ensku yfir á íslenskt táknmál. Túlkunum sem sóttu námskeiðið fannst það mjög gagnlegt og fengu þau góða fræðslu til að geta haldið starfsþróuninni áfram hér heima.