Þann 19. október sl. fór fram ráðstefna á vegum Persónuverndar og innanríkisráðuneytis, í samstarfi við Lagadeild HÍ og Mannréttindastofnun. Yfirskrift ráðstefnunnar var Nýjar ógnir við friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga. Á ráðstefnunni voru flutt ýmis erindi er varða persónuvernd, m.a. um samfélagsmiðla, heilbrigðisupplýsingar og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Þá flutti innanríkisráðherra lokaorð.