Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Þessi frétt er meira en árs gömul

Persónuvernd í Frakklandi sektar Facebook

22. maí 2017

Persónuverndarstofnunin í Frakklandi (CNIL) hefur lagt sekt á Facebook Inc. og Facebook Ireland að fjárhæð 150.000 evrur, eða um það bil 17 milljónir króna, fyrir brot gegn þarlendum lögum um persónuvernd.

Ákvörðunin kemur í kjölfar frumkvæðisúttektar sem stofnunin réðst í eftir breytingar Facebook á persónuverndarskilmálum sínum árið 2015. Úttektin var hluti af evrópsku átaki en auk Frakklands hófu persónuverndarstofnanir í Belgíu, Hollandi, Spáni og Þýskalandi rannsóknir á því hvort Facebook uppfyllti lög og reglur um persónuvernd.

Í ákvörðun frönsku stofnunarinnar kemur fram að Facebook hafi gerst brotlegt við fjölda ákvæða laga um persónuvernd. Franska stofnunin telur m.a. að Facebook hafi safnað umfangsmiklum persónuupplýsingum um notendur sína, þ.m.t. viðkvæmum persónuupplýsingum, m.a. um kynhegðun þeirra, án heimildar, í þeim tilgangi að birta þeim sérsniðar auglýsingar. Þá hafi Facebook einnig varðveitt, án heimildar, IP-tölur notenda sinna, auk þess sem félagið safnaði upplýsingum um netnotkun notenda sinna á öðrum vefsíðum en Facebook, með notkun vefkakna.

Í ákvörðunni segir jafnframt að notendur hafi ekki fengið fræðslu um réttindi sín, þá upplýsingasöfnun sem félagið viðhafði eða í hvaða tilgangi ætti að nota upplýsingarnar. Notendum hafi ekki verið gefinn kostur á að andmæla notkun vefkakna auk þess sem félagið gat ekki sýnt fram á nauðsyn þess að varðveita IP-tölur notenda frá stofnun aðgangs þeirra að Facebook.

Yfirlýsing frönsku persónuverndarstofnunarinnar.

Sameiginleg yfirlýsing hollensku, frönsku, spænsku, þýsku, og belgísku persónuverndarstofnananna.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 10 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820