Nýjar málsmeðferðarreglur Persónuverndar
3. nóvember 2023
Þann 1. nóvember 2023 tóku gildi nýjar reglur um málsmeðferð hjá Persónuvernd .
Reglurnar eru byggðar á eldri málsmeðferðarreglum frá árinu 2021 en þær hafa verið uppfærðar á grundvelli fenginnar reynslu af framkvæmd þeirra. Þá hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á ákvæðum um málsmeðferð kvartana, með hliðsjón af nýlegum breytingum á lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Einnig hafa verið gerðar breytingar á málsmeðferð frumkvæðisathugana og úttekta hjá stofnuninni. Miða þær breytingar að því að stofnunin geti sinnt frumkvæðiseftirliti sínu með frumathugun, sem felst í því að kalla eftir gögnum og upplýsingum frá eftirlitsskyldum aðilum, og tekið, á grundvelli þeirrar athugunar, ákvörðun um hvort eiginlegt stjórnsýslumál verður stofnað. Markmiðið með þessum breytingum er að Persónuvernd geti sinnt eftirliti sínu víðar en stofnunin hefur getað samkvæmt fyrra fyrirkomulagi.