Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Heimsókn til systurstofnunar Persónuverndar á Ítalíu

30. október 2023

Dagana 26.-27. október sótti starfsfólk Persónuverndar tveggja daga fræðslufund hjá <a href="https://www.garanteprivacy.it/home">ítölsku persónuverndarstofnuninni</a> í Róm. Á dagskránni var meðal annars umfjöllun um nýleg mál tengd ChatGPT, Replika, TikTok og SeeSaw auk þess sem persónuvernd barna var í forgrunni.&nbsp;

Heimsókn til systurstofnunar Persónuverndar á Ítalíu

Forstjóri ítölsku stofnunarinnar, Pasquale Stanzione, tók á móti Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, og öðrum fundargestum og opnaði dagskrána með ávarpi. Þá flutti Helga ávarp og kynnti starfsemi Persónuverndar. Í kjölfarið voru fluttar kynningar á málum tengdum gervigreind og persónuvernd barna á Netinu, þ. á m. málum varðandi Chat GPT, Replika, TikTok og SeeSaw, og nánar rætt um fræðslu og eftirlit stofnananna á því sviði. Þá var meðal annars sagt frá Netumferðarskólanum, fræðsluátaki Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar sem nú stendur yfir, sem miðar að því að efla fræðslu um persónuvernd, miðlalæsi og netöryggi barna í stafrænni tilveru.

Fræðslufundurinn var liður í því að styrkja samvinnu evrópskra persónuverndarstofnana og koma á fót nánari samvinnu milli stofnananna tveggja hvað varðar persónuvernd barna og viðkvæmra hópa, sem njóta sérstakrar verndar í persónuverndarlöggjöfinni.

Frétt á vefsíðu ítölsku persónuverndarstofnunarinnar

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820