Breyting á reglum um rafræna vöktun birt í Stjórnartíðindum
10. desember 2025
Persónuvernd hefur látið birta breytingar á reglum um rafræna vöktun.

Um er að ræða tvær breytingar.
Annars vegar hefur hámarksvarðveislutími efnis sem verður til við vöktun verið rýmkaður úr 30 dögum í 90 daga.
Hins vegar hefur tilvísun til lögreglu verið breytt þannig að nú er vísað til lögbærra yfirvalda samkvæmt ákvæðum laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi nr. 75/2019.
Sjá nánar á vef Stjórnartíðinda.
