Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Persónuvernd

Málaflokkur

Persónuvernd

Undirritunardagur

2. október 2025

Útgáfudagur

10. desember 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1329/2025

2. október 2025

REGLUR

um breytingu á reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

1. gr.

Í stað „heimilt er þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað en þá skal“ í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. reglnanna kemur: efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað er þó heimilt að afhenda lögbærum yfirvöldum samkvæmt 11. tölul. 2. gr. laga nr. 75/2019, enda sé.

2. gr.

Í stað „lögreglu“ í 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. reglnanna kemur: lögbæru yfirvaldi samkvæmt 11. tölul. 2. gr. laga nr. 75/2019.

3. gr.

Í stað „30 daga“ í 3. málsl. 2. mgr. 11. gr. reglnanna kemur: 90 daga.

4. gr. 

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 5. mgr. 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, öðlast þegar gildi.

Persónuvernd, 2. október 2025.

Dóra Sif Tynes.

Helga Þórisdóttir.

B deild — Útgáfudagur: 10. desember 2025

Tengd mál