Álit – Persónuvernd og tjáning einstaklinga á Netinu
26. janúar 2022
Mál nr. 2021091863
Persónuvernd berast fjölmörg erindi á ári hverju er varða tjáningu einstaklinga á Netinu og þá vinnslu persónuupplýsinga sem sú tjáning kann að fela í sér. Er þar jafnt um að ræða ábendingar, almennar fyrirspurnir og kvartanir. Af þeirri ástæðu hefur Persónuvernd nú gefið út álit á lagaumhverfi tjáningar einstaklinga á Netinu, einkum með tilliti til valdheimilda stofnunarinnar.
Niðurstaða álitsins er sú að Persónuvernd er ekki bær til að taka afstöðu til þess hvort tjáning sé í samræmi við lög heldur heyrir mat á því undir dómstóla. Hins vegar getur Persónuvernd í ákveðnum tilvikum fjallað efnislega um birtingu upplýsinga úr gögnum af einhverju tagi eða gagnagrunnum sem hafa að geyma persónuupplýsingar.
Álitið má lesa í heild sinni hér.
Hér má lesa meira um persónuvernd og tjáningu einstaklinga á Netinu.