Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Úrskurður Persónuverndar felldur úr gildi

7. desember 2007

Í gær var kveðinn upp dómur Hæstaréttar í máli sem læknir höfðaði á hendur Persónuvernd til ógildingar úrskurði stofnunarinnar frá 27. febrúar 2006.

Merki - Persónuvernd

Í gær var kveðinn upp dómur Hæstaréttar í máli sem læknir höfðaði á hendur Persónuvernd til ógildingar úrskurði stofnunarinnar frá 27. febrúar 2006 í máli nr. 2005/479.

Málið fjallaði um lögmæti þess þegar læknir skoðaði sjúkraskrá einstaklings í tengslum við álitsgerð sem hann vann fyrir tryggingafélag.

Persónuvernd taldi umboð sem einstaklingurinn hafði veitt lögmanni sínum ekki hafa verið nægilega ótvírætt til að fullnægja kröfum laga um upplýst samþykki skv. 7. ölul. 2. gr. laga nr. 77/2000.

Hæstiréttur túlkar lögmannsumboðið hins vegar með rýmri hætti en Persónuvernd. Lítur rétturinn einkum til þess sem einstaklingnum mátti vera fyrirsjáanlegt þegar hann veitti umboðið, þ.e. að það hefði verið gert til að sérfræðingi yrði fært að afla læknisfræðilegra gagna. Þá lítur rétturinn til þess að læknirinn hafði auk lögmannsumboðsins fengið í hendur áritun lögmannsinns á álitsbeiðni tryggingafélagsins. Loks leggur rétturinn sérstaka áherslu á að þremur dögum eftir að álitsbeiðnin var sett fram áréttaði lögmaðurinn við lækninn að "allar myndir gætu verið fyrir norðan hjá [X] lækni á FSA." Þessi ábending lögmannsins var talin hafa gefið lækninum enn ríkari ástæðu til að treysta því, í ljósi umboðsins sem hann hafði undir höndum og álitsbeiðnarinnar, að hann hefði fulla heimild til að afla þeirra ganga sem hann taldi nauðsynleg að byggja álit sitt á meðal annars með því að kanna sjúkráskrá í öryggisskyni þótt ekki lægi fyrir milliliðalaust og upplýst samþykki frá einstaklingnum í skilningi 7. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000.

Í ljósi þessara málsatvika féllst Hæstiréttur á kröfu læknisins og felldi úrskurðinn úr gildi.

Dómur Hæstaréttar

Úrskurður Persónuverndar

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820