Persónuvernd sýknuð af kröfu um ógildingu úrskurðar
21. desember 2006
Í morgun var kveðinn upp dómur í máli sem læknir höfðaði á hendur Persónuvernd til ógildingar úrskurði stofnunarinnar frá 27. febrúar sl. í máli nr. 2005/479.
Í morgun var kveðinn upp dómur í máli sem læknir höfðaði á hendur Persónuvernd til ógildingar úrskurði stofnunarinnar frá 27. febrúar sl. í máli nr. 2005/479.
Málið fjallaði um lögmæti uppflettingar í sjúkraskrá í tengslum við álitsgerð sem læknirinn vann fyrir tryggingafélag og taldi Persónuvernd að honum hefði verið óheimilt að fara í sjúkraskrána í umrætt sinn.
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki kröfu læknisins um að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi og Persónuvernd var sýknuð af kröfum hans í málinu.
Dóminn má nálgast á vef héraðsdómstólanna. Sjá hér.