Úrskurðarnefnd
Nefndin er skipuð fjórum aðilum.
Formaður er skipaður samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar með sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar.
Nefndarmaður eftir tilnefningu verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands með sérþekkingu á sviði mannvirkja.
Tveir nefndarmenn eru skipaður án tilnefningar, með sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar, mannvirkja eða tjónamats.
Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar sérfræðinga ef ástæða þykir til. Nánari upplýsingar um póstfang og nefndarmenn er að finna á vef Stjórnarráðsins.
Kærur til úrskurðarnefndar
Ef þú sættir þig ekki við ákvörðun NTÍ, hefur þú 30 daga til að kæra niðurstöðuna frá því að ákvörðun barst. Kært er til úrskurðarnefndar Náttúruhamfaratryggingar sem er æðra stjórnvald, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra og er algjörlega óháð NTÍ.
Kærur til úrskurðarnefndar skulu berast:
Úrskurðarnefnd Náttúruhamfaratryggingar
b.t. Helga Birgissonar hrl.
Forum lögmenn,
Ármúla 13, 108 Reykjavík
Lög og reglur
Kærumál varða 19.gr laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992
Reglugerð um starfsemina