Fara beint í efnið

Saga NTÍ

Náttúruhamfaratrygging Íslands tók til starfa 1. september 1975, en hét þá Viðlagatrygging Íslands. Þann 1. júlí 2018 var nafni stofnunarinnar breytt í Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ).

Eldgosið í Heimaey 23. janúar 1973 og mannskætt snjóflóð á Neskaupstað 20. desember 1974, urðu til þess að ákveðið var að stofna sjóð eða vátryggingarfélag til að standa undir kostnaði af völdum meiri háttar náttúruhamfara hérlendis.

30. desember 1974 skipaði tryggingamálaráðherra nefnd sem skipuð var Ásgeiri Ólafssyni þáverandi forstjóra Brunabótafélags Íslands, Benedikt Sigurjónssyni, hæstaréttardómara og Bjarni Þórðarsyni, tryggingastærðfræðingi til að "gera tillögur um fyrirkomulag skyldutrygginga er bæti tjón á húseignum og lausafé af völdum náttúruhamfara“. Þeim var einnig falið að semja frumvarp til laga um slíkar tryggingar. Ásgeir Ólafsson var formaður nefndarinnar. Nefndin samdi frumvarp til laga um Viðlagatryggingu Íslands sem tóku gildi þann 27. maí 1975.

Viðlagatrygging Íslands tók við eignum og skuldum Viðlagasjóðs sem settur var á fót þegar eldgosið í Vestmannaeyjum varð og bætti einnig tjón sem varð í snjóflóðinu á Neskaupstað. Viðlagasjóður hætti endanlega starfsemi árið 1978. Tilgangurinn með því að koma á fót sérstakri náttúruhamfaratryggingu var einkum sá, samkvæmt greinargerð nefndarinnar er fyrstu lögin samdi, "að vera fyrirfram viðbúin með fjármagn og reglur hvernig bæta skuli, ef menn verða fyrir eignatjóni af völdum náttúruhamfara, og um leið að tryggt sé, að allir sitji við sama borð í þessu efni“.

Saga NTÍ

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur