Fara beint í efnið

Lög og reglur

NTÍ er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum.
NTÍ heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið og byggir starfsemin á sérlögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992. Ráðherra setur reglugerð um starfsemina varðandi innheimtu iðgjalda, tjónamat, ákvörðun bóta og eigin áhættu vátryggðs. Stjórnsýslulög gilda um meðferð mála hjá NTÍ. Lög um vátryggingasamninga nr. 30/2004 gilda um almennar forsendur fyrir bótaábyrgð NTÍ, t.d. fyrningarákvæði og vaxtakröfur.
Umfang starfseminnar er mjög mismunandi frá ári til árs þar sem tjónsatburðir ráða miklu um það hversu mikinn mannafla þarf hverju sinni. Að jafnaði starfa 4-5 starfsmenn í fullu starfi hjá stofnuninni, en þegar stærri tjónsatburðir eiga sér stað er verkefnum ýmist úthýst eða fólk ráðið til tímabundinna starfa.

Hafðu samband

Sími: 575 3300

Netfang: nti@nti.is

Opnunartími

Mánudaga - fimmtudaga:
9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Heimilisfang

Hlíðarsmári 14

201 Kópavogur