Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Að starfa innan lögreglunnar

Efnisyfirlit

Hlutverk lögreglunnar

Að starfa hjá lögreglunni þýðir að hafa tækifæri til að skapa aukið öryggi í lífi fólks. Hlutverk lögreglu er að:

  • gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi,

  • stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota,

  • greiða götu almennings,

  • veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu.

Lögreglan aðstoðar borgara við að framfylgja lögunum með upplýsingum og góðum ráðum. Í störfum sínum ber lögregla því ábyrgð gagnvart almenningi og yfirvöldum.

Starfsstig lögreglumanna

  • Ríkislögreglustjóri

  • Aðstoðarríkislögreglustjóri og lögreglustjórar

  • Aðstoðarlögreglustjórar og staðgenglar lögreglustjóra

  • Yfirlögregluþjónar

  • Aðstoðaryfirlögregluþjónar

  • Aðalvarðstjórar

  • Lögreglufulltrúar

  • Rannsóknarlögreglumenn

  • Varðstjórar

  • Lögreglumenn

  • Lögreglunemar, afleysingamenn í lögreglu og héraðslögreglumenn