Vísindi á vordögum
Um ráðstefnuna
Landspítali og Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands hafa sameinað vísindaráðstefnur sínar í eina öfluga ráðstefnu sem mun miða að því að efla tengsl, samvinnu og sýnileika vísinda.
Nýja ráðstefnan ber heitið Vísindi á vordögum og verður haldin 8. og 9. apríl 2026.
Á ráðstefnunni koma saman vísindamenn, sérfræðingar, kennarar, nemendur, fulltrúar fyrirtækja og áhugasamur almenningur til að kynna og ræða nýjustu rannsóknir og þróun í líf- og heilbrigðisvísindum á Íslandi.
Þátttaka er öllum opin og gjaldfrjáls.
Móttaka ágripa
Opnað hefur verið fyrir móttöku ágripa og öll sem stunda rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum eru hvött til að senda inn ágrip.
Ágripin munu öll fara í yfirlestur hjá vísindanefnd ráðstefnunnar og samþykkt ágrip verða birt á heimasíðu ráðstefnunnar.
Mikilvægar tímasetningar:
15. desember - Ágripakalli lokað
20. janúar - Höfundum svarað í síðasta lagi
mars - Dagskrá tilbúin
8. og 9. Apríl - Ráðstefna
Athugið að ágripakallið er í gegnum Researchweb og það þarf að gera aðgang að kerfinu áður en hægt er að senda inn ágrip. Leiðbeiningar fyrir Researchweb og innsendingu ágripa má finna hér.
