Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Styrkir

Vísindastyrkir Landspítala

Vísindasjóður Landspítalans býður starfsmönnum Landspítala upp á tvenns konar styrki ætlaða metnaðarfullum verkefnum:

  • Hvatningastyrki

  • Almenna vísindastyrki

Hvatningarstyrkir

Styrkir fyrir verkefni með mikið vísindalegt gildi og nýnæmi á alþjóðlegan mælikvarða. Búist er við að niðurstöður birtist í virtum erlendum vísindaritum.

  • Aðalumsækjandi þarf að hafa birt að lágmarki 5 vísindagreinar í góðum erlendum ritum sem fyrsti eða síðasti höfundur.

Almennir vísindastyrkir

Styrkir ætlaðir verkefnum sem líkleg eru til birtingar í góðum erlendum vísindaritum.

  • Aðalumsækjandi þarf að hafa birt að lágmarki 2 vísindagreinar í góðum alþjóðlegum ritum sem fyrsti eða síðasti höfundur.

Helstu skilyrði fyrir styrkjum

  • Umsókn þarf að vera í samræmi við reglur Vísindasjóðs.

  • Öll nauðsynleg leyfi frá siðanefndum verða að liggja fyrir.

  • Aðalumsækjandi þarf að vera fastráðinn starfsmaður Landspítala í að lágmarki 30% starfi.

  • Fyrir framhaldsverkefni þarf fullnægjandi framvinduskýrsla að fylgja.

  • Uppfærðar ferilskrár og ritalistar umsækjenda þurfa að fylgja með.

  • Allar umbeðnar upplýsingar þurfa að fylgja umsókninni.

Rannsóknarleyfi frá siðanefndum er skilyrði fyrir veitingu styrks til klínískra verkefna. Verkefnum sem hafa ekki fengið leyfi verður hafnað.

Umsóknum sem uppfylla ekki skilyrði er vísað frá.

Gagnlegar upplýsingar

  • Aðeins er hægt að fá einn styrk fyrir hvert vísindaverkefni.

  • Hver aðalumsækjandi getur sent inn að hámarki tvær umsóknir, til tveggja mismunandi verkefna.

  • Ef um meistara- eða doktorsverkefni er að ræða er leiðbeinandi yfirleitt aðalumsækjandi.

  • Sjóðurinn styrkir ekki gæðaverkefni eða hluta rannsókna sem þegar er lokið.

  • Ef verkefni hefur hlotið þrjá styrki úr sjóðnum án greinabirtingar þarf að fylla út sérstakt eyðublað fyrir viðbótarstyrk.

Skil umsókna

Umsóknum og öllum fylgiskjölum skal skila í gegnum styrkumsjónakerfi Rannís (rannis.is – Mínar síður – Umsóknir- Nýskráning – Vísindasjóður LSH): https://www.rannis.is/sjodir/umsoknarkerfi

Starfsfólk Landspítala finnur rafræna kynningu á Viva Engage eða spjallrás kynningarfundar sem haldin var 3. nóvember 2025.

Mat á umsóknum

Vísindaráð Landspítala hefur umsjón með umsóknar- og matsferli umsókna í umboði Vísindasjóðs. Ef upplýsinga er vant má senda fyrirspurn á visindarad@landspitali.is.

Leiðbeiningar