Starfsstöðvar, umsókn og móttökudagar
Sérnámsgrunnsár (áður kandídatsár) er fyrsti hluti formlegs sérnáms á Íslandi og tími reynslu og náms fyrir nýútskrifaða lækna.
Sérnámsgrunnslæknar fá tækifæri til að beita þekkingu sinni úr grunnnáminu, fræðast betur um klíníska læknisfræði og öðlast reynslu sem nýtist til sjálfstæðra vinnubragða í frekara sérnámi og starfi sem læknar.
Á námsárinu gefast tækifæri til að takast á við mismunandi vandamál svo sem algenga minniháttar áverka, flókna fjöláverka, margbreytilega læknisfræðilega sjúkdóma og sérhæfð vandamál. Þar öðlast sérnámgrunnslæknar tækifæri til að bæta færni, kunnáttu, faglega framkomu og vaxa og dafna sem læknar.
Kynning
Starfsstöðvar
Starfstöðvarnar eru allar samþykktar af mats- og hæfisnefnd sem fullgildar námsstöðvar. Þar starfa sérfræðilæknar sem búa yfir umfangsmikilli þekkingu og reynslu á öllum helstu sviðum læknisfræðinnar. Á starfsstöðvunum eru þjálfaðir og reyndir handleiðarar, sem munu stuðla að því að sérnámsgrunnslæknar fái sem besta þjálfun og handleiðslu á námsárinu.
Umsókn
Stöður í sérnámsgrunni á Íslandi eru auglýstar í september. Venjulega eru umsóknir miðaðar við 12 mánaða starf frá og með miðjum júní eða síðar.
Ferlið
Sækja þarf um í gegnum starfatorg, Opnað er fyrir rafrænar umsóknir þegar stöður í sérnámsgrunni hafa verið formlega auglýstar og lokað um leið og umsóknarfrestur rennur út.
Fylla þarf út fylgiskjal með umsókn um sérnámsgrunn á Íslandi 2025-2026
útvega önnur fylgigögn sem tilgreind eru í skjalinu
senda í tölvupósti til sigruni@landspitali.is. og violetta.osk.hlodversdottir@heilsugaeslan.is samkvæmt leiðbeiningum neðst í fylgiskjali.
Umsagnir frá að minnst tveimur aðilum, sem þekkja vel til nema í starfi eða námi, skulu sendar beint á sigruni@landspitali.is. Leiðbeiningar vegna umsagnaraðila á:
Skjölin eru útfyllt í word og þarf að vista þau í tölvu áður en þau eru send.
Utan hefðbundins umsóknartíma er möguleiki á að óska eftir síðbúinni afgreiðslu með því að senda fyrirspurnir á netfangið: sigruni@landspitali.is, gjarnan með fylgiskjali og öðrum umsóknargögnum (sjá lið 7 í fylgiskjalinu).
Móttökudagar
Dagskrá móttökudaganna er hugsuð sérstaklega með þarfir sérnámsgrunnslækna í huga og miðast bæði við starf á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð. Það er skylda að taka þessa daga áður en starf hefst á deildum og stöðvum.
Dagsetningar | Möguleg tímasetning fyrir upphaf starfs að undangengnum móttökudögum |
2. – 6. júní 2025 | Júní og ágúst 2025 eða síðar |
13. - 17. okt 2025 | Október, desember, febrúar eða apríl |
8. – 12. júní 2026 | Júní og ágúst 2026 eða síðar |
12. – 16. okt 2026 | Október, desember, febrúar eða apríl |
Starf á deildum hefst venjulega fyrsta virka daginn að loknum móttökudögum eða á skilum síðar í blokkinni. Mögulegar upphafsdagsetningar koma fram í fylgiskjalinu sem senda skal með umsókninni.
