Sérnám í barnalækningum
Kynning og marklýsing
Á Barnaspítala Hringsins er viðurkennt sérnám í barnalækningum. Miðað er við að barnasérnámslæknar (BASL) geti tekið tvö ár af skipulögðu námi á Barnaspítalanum skv marklýsingu sem samþykkt hefur verið af Leyfis- og hæfnisnefnd Heilbrigðisráðuneytisins.
Námstími: 2 ár
Marklýsing
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði fyrir sérnám í barnalækningum eru:
að umsækjandi hafi embættispróf í læknisfræði frá HÍ eða sambærilegri erlendri læknadeild
hafi lokið kandídatsári (eða því verði lokið þegar námsstaða hefst)
sé kominn með íslenskt lækningaleyfi (eða verði með slíkt leyfi þegar námsstaða hefst).
