Röntgendeild Hringbraut og Fossvogi
Rannsóknir og myndgreining
Myndgreiningarrannsóknir og rannsóknarinngrip, röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndir, segulómun, ísótópar, jáeindaskanni og ómskoðanir.
Undirbúningur og framkvæmd rannsókna
Tilgangur:
Röntgenmyndir eru notaðar til að skoða bein, lungu og kviðarhol.
Undirbúningur:
Þarf að afklæðast að hluta og fjarlægja skart og málmhluti.
Mikilvægt að tilkynna ef þú ert barnshafandi eða telur þig mögulega vera það.
Framkvæmd:
Rannsókn tekur 10–30 mínútur.
Röntgenmyndir teknar frá mismunandi sjónarhornum eftir þörf.
Notkun geislavarna fer eftir aðstæðum.
Eftir rannsókn:
Röntgenlæknir metur rannsókn og sendir niðurstöðu til læknis sem óskaði eftir rannsókninni.
Sá læknir upplýsir þig um niðurstöðuna.
Tilgangur:
Tölvusneiðmynd sýnir nákvæmar sneiðmyndir af innri líffærum, beinum og æðum.
Undirbúningur:
Afklæðast þarf og fjarlægja málmhluti úr fatnaði og fylgihlutum.
Oft er gefið skuggaefni í æð en í sumum tilfellum þarf að drekka skuggaefni eða vatn.
Fasta eða annar undirbúningur gæti átt við fyrir meltingarfærarannsóknir – upplýsingar eru sendar ef svo er.
Stundum þarf að fara í blóðprufu fyrir rannsókn til að athuga nýrnastarfsemi.
Ef þú ert með þekkt skuggaefnisofnæmi skaltu láta vita um það með fyrirvara.
Skuggaefni:
Joðskuggaefni er oft gefið í æð.
Ofnæmisviðbrögð eru sjaldgæf en möguleg – láttu vita fyrir fram ef þú ert með ofnæmi fyrir joðskuggaefni.
Ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi eða nýrnabilun þarf að sleppa inntöku sykursýkislyfja (metformin) í 48 klukkustundir eftir skuggaefnisgjöf í æð.
Ráðlagt er að drekka skal vel af vatni eftir rannsókn með joðskuggaefni.
Framkvæmd:
Rannsókn tekur yfirleitt 10–20 mínútur.
Á meðan rannsókn stendur er nauðsynlegt að liggja kyrr á rannsóknarbekk.
Eftir rannsókn:
Röntgenlæknir metur/túlkar rannsóknina og sendir niðurstöður til þess læknis sem óskaði eftir rannsókninni.
Sá læknir upplýsir þig um niðurstöðuna.
Mikilvægt:
Láttu vita ef þú ert barnshafandi eða telur þig hugsanlega vera það. Reynt er að forðast tölvusneiðmyndarannsóknir á meðgöngu ef hægt er.
Tilgangur:
Ómskoðun notar hljóðbylgjur til að skoða m.a. kviðarhol, æðar, vöðva og eitla. Rannsóknin er án geislunar.
Undirbúningur:
Fer eftir því hvaða líkamshluti er rannsakaður.
Undirbúningur er nauðsynlegur fyrir rannsóknir á lifur, galli og brisi eða ef stunga á að fara fram.
Ef undirbúningur er nauðsynlegur eru upplýsingar sendar til þín fyrir rannsókn.
Þarf að afklæðast að hluta.
Framkvæmd:
Þú liggur á rannsóknarbekk.
Gel er sett á húðina og ómhaus rennt yfir svæðið.
Rannsókn tekur 20–60 mínútur.
Eftir rannsókn:
Röntgenlæknir metur/túlkar rannsókn og sendir niðurstöður til læknis sem óskaði eftir rannsókninni.
Sá læknir upplýsir þig um niðurstöðuna.
Tilgangur:
Segulómun gefur mjög nákvæmar myndir af mjúkvefjum líkamans, t.d. heila, mænu, liðum og vöðvum. Notar segulsvið, ekki geislun.
Undirbúningur:
Mikilvægt er að mæta tímanlega til undirbúnings.
Undirbúningur fer eftir rannsóknarsvæði.
Ef kviðarhol (t.d. lifur, nýru, þarmar) er rannsakað þarf 4 klst. föstu – annars má borða eðlilega.
Fjarlægja þarf allan málm og rafbúnað (t.d. úr, gleraugu, kort, síma, skart).
Fatnaður með málmi er óheimill – þú getur klæðst slopp ef nauðsyn krefur.
Geislafræðingur fer yfir öryggisgátlista með þér fyrir rannsókn.
Innilokunarkennd:
Ef þú hefur sögu um innilokunarkennd er mikilvægt að láta vita um það með fyrirvara.
Hægt er að bæta líðan með t.d. tónlist, augnhlífum eða hafa aðstandanda með sér í rannsókn.
Skuggaefni:
Í sumum tilvikum er notað gadólíníum-skuggaefni í æð.
Aukaverkanir eru sjaldgæfar.
Konur með barn á brjósti þurfa að meta hvort mjólk er fargað í 24 klst. eftir rannsókn með gadóliníum.
Framkvæmd:
Þú liggur kyrr á rannsóknarbekk sem rennt er inn í tækið.
Rannsóknin tekur 15–60 mínútur.
Töluverður hávaði er í tækinu – þú færð heyrnartól eða eyrnatappa.
Eftir rannsókn:
Röntgenlæknir metur/túlkar rannsókn og sendir niðurstöður til læknis sem óskaði eftir rannsókninni.
Sá læknir upplýsir þig um niðurstöðuna.
Mikilvægt:
Láttu vita ef þú ert barnshafandi eða telur þig hugsanlega vera það. Reynt er að forðast segulómun fyrstu 3 mánuði meðgöngu nema brýn nauðsyn sé til.
Láttu vita ef þú ert með hjartagangráð eða bjargráð.
Tilgangur:
Gefur upplýsingar um starfsemi líffæra og líffærakerfa með geislavirku efni.
Undirbúningur:
Fjarlægja þarf málmhluti (til dæmis skart og fatnað með málmi).
Tæma þarf þvagblöðru ef við á.
Ef sérstakur undirbúningur er nauðsynlegur færðu leiðbeiningar sendar fyrir rannsókn.
Framkvæmd:
Geislavirkt efni er gefið í æð.
Myndataka fer fram strax eða eftir 2 til 4 klukkustundir.
Þú liggur kyrr á rannsóknarbekk meðan á myndatöku stendur.
Rannsókn tekur yfirleitt 30 til120 mínútur.
Brjóstagjöf:
Sum efni skiljast út með móðurmjólk – láttu vita ef þú ert með barn á brjósti.
Leiðbeiningar um hlé á brjóstagjöf eru veittar í síma 543 5050 (Hringbraut).
Mælt er með að forðast að hafa börn í fanginu í 24 klukkustundir eftir rannsókn.
Önnur atriði:
Taktu lyf eins og venjulega en upplýstu starfsfólk um þau.
Eftir rannsókn er ráðlagt að forðast nána snertingu við aðra í 24 klukkustundir, sérstaklega börn og barnshafandi konur.
Eftir rannsókn:
Röntgenlæknir metur/túlkar rannsókn og sendir niðurstöður til læknis sem óskaði eftir rannsókninni.
Sá læknir upplýsir þig um niðurstöðuna.
Tilgangur:
Röntgenrannsókn þar sem fylgst er með hreyfingu líffæra, til dæmis: meltingarvegar, nýrna eða æða.
Undirbúningur:
Undirbúningur fer eftir rannsóknartegund.
Algengt er að fasta í nokkrar klukkustundir, eða fylgja sérleiðbeiningum (til dæmis: hægðalyf fyrir ristilrannsókn).
Þú færð sendar leiðbeiningar fyrir rannsókn ef undirbúningur er nauðsynlegur.
Fjarlægja þarf skart og málmhluti. Léttur fatnaður er æskilegur.
Börn kunna að þurfa róandi lyf fyrir rannsókn – það er í höndum barnadeildar.
Framkvæmd:
Rannsóknin er gerð af lækni/geislafræðingi.
Þú liggur eða stendur eftir því sem við á.
Skuggaefni er gefið annaðhvort í æð eða drukkið.
Algeng skuggaefni eru baríum (í meltingarvegi) og joð (í æðakerfi).
Eftir rannsókn:
Skuggaefni hreinsast oft hægt úr meltingavegi.
Ráðlagt er að drekka vel af vatni eftir rannsókn.
Röntgenlæknir metur myndir og sendir niðurstöður til læknis sem óskaði eftir rannsókninni.
Sá læknir upplýsir þig um niðurstöðuna.
Mikilvægt:
Ekki er ráðlagt að skyggna barnshafandi konur nema nauðsyn beri til. Láttu vita ef þú ert barnshafandi eða telur þig vera það.
Tilgangur:
Notuð til að meta sjúkdómsvirkni, til dæmis við: krabbamein og bólgur. Sameinar jáeindamynd og tölvusneiðmynd.
Undirbúningur:
Fasta í 6 klukkustundir fyrir rannsókn – aðeins vatn leyfilegt.
Ekki drekka koffíndrykki í 24 klst. fyrir rannsókn.
Forðast líkamlega áreynslu í 6 klukkustundir fyrir rannsókn, og ekki stunda líkamsrækt daginn áður.
Ef þú ert með skuggaefnisofnæmi skaltu láta vita með fyrirvara.
Taktu regluleg lyf nema annað sé tekið fram.
Sykursýki:
Týpa 2: Sleppa sykursýkislyfjum 24 klukkustundum fyrir rannsókn.
Týpa 1: Hafðu samband við ísótópadeild fyrir sérstakar ráðstafanir.
Rannsókn er aðeins framkvæmd ef blóðsykur er undir 10 mmol/l.
Framkvæmd:
Við komu á deild er farið yfir nokkur atriði varðandi heilsufar.
Gefið er geislavirkt efni í æð og þú hvílir í 30 mínútur áður en myndataka hefst.
Myndataka tekur 20 til 30 mínútur.
Rannsóknin tekur samtals um 2-3 klukkustundir.
Eftir rannsókn:
Drekktu vel og borðaðu eftir rannsókn.
Forðastu nána snertingu við börn og barnshafandi konur í að minnsta kosti 6 klukkustundir.
Ef þú ert með barn á brjósti eða í nánu samneyti við ung börn – fáðu leiðbeiningar hjá deildinni.
Röntgenlæknir metur/túlkar rannsókn og sendir niðurstöður til læknis sem óskaði eftir rannsókninni.
Sá læknir upplýsir þig um niðurstöðuna.
Aðrar upplýsingar:
Tæknileg bilun getur valdið seinkun – haft er samband ef svo er.
Aðstandendur mega bíða á biðstofu en ekki vera við undirbúning.
Netfang: isotop@landspitali.is
Sími: 543 5050
