Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Símanúmer, opnunartími og staðsetning
Rannsóknir og myndgreining
Fræðsluefni
Gjaldskrá
Ísótóparannsóknin sem veitir upplýsingar um bein og liði.
Ísótóparannsókn á beinum og liðum sem er gerð í tvennu lagi með 2-3 klukkustunda bili.
Ísótóparannsókn af lungum veitir upplýsingar um starfsemi lungna (loftflæði og blóðflæði).
Ísótóparannsóknin veitir upplýsingar um blóðflæði til heila. Rannsóknin tekur 90-120 mínútur.
Ísótóparannsóknin sem veitir upplýsingar um uppsöfnun ákveðinna próteina í hjartavef.
Ísótóparannsóknin veitir upplýsingar um starfsemi skjaldkirtils.
Ísótóparannsóknin á höfði veitir upplýsingar um virkni taugaboðefnisins dópamíns (DaTScan)
Ísótóparannsóknin veitir upplýsingar um starfsemi munnvatnskirtla. Gera þarf ráð fyrir að rannsóknin taki um 60 mínútur.
Ísótóparannsóknin veitir upplýsingar um starfsemi nýrna.
Ísótóparannsóknin veitir meðal annars upplýsingar um lifur og gallblöðru.
Ísótóparannsókn veitir upplýsingar um starfsemi kalkkirtla
Ísótóparannsóknin veitir upplýsingar um hvort Meckel´s poki sé til staðar á görn. Hann verður til á fósturstigi en á að hverfa. Ef ekki getur það valdið ertingu og sárum í görnum.
Ísótóparannsóknin veitir upplýsingar um hvernig maginn tæmir sig
Í rannsókninni er leitað að æxlum sem hafa sérhæfða viðtaka.
Rannsóknin veitir upplýsingar um óeðlilega virkni eða bólgur í líkamanum. Geislavirkt efni er gefið í æð og einnig tekin tölvusneiðmynd.
Blöðruhálskirtill er skoðaður með tölvusneiðmynd og í jáeindaskanna.
Jáeindaskann (PET/CT) veitir upplýsingar um óeðlilega virkni eða efnaskipti í heila svo sem flogaveiki, æxlisvöxt, vefjaskemmd vegna geislameðferðar eða vitræna skerðingu eins og Alzheimer sjúkdóm
Til að auka gæði rannsóknarinnar er mælt með að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum um mataræði daginn áður en rannsóknin fer fram. Miðað er að því að draga úr neyslu á kolvetnum en auka fitu og prótein í fæðu
Rannsóknin sem veitir upplýsingar um sjúkdóm í heilavef.