Ónæmisfræðideild
Þjónusta
Meginhlutverk ónæmisfræðideildar er að
vera leiðandi í rannsóknum, greiningu, meðferð og eftirliti ónæmis- og ofnæmissjúkdóma á Íslandi
veita alhliða þjónusturannsóknir á sviði gigtar-, bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma
Starfseminni er skipt upp í þrjú megin svið
Alhliða þjónusturannsóknir á sviði ónæmis-, ofnæmis-, sjálfsofnæmis- og gigtarsjúkdóma.
Klínísk ráðgjöf, greining, meðferð og eftirlit ofnæmis- og ónæmissjúkdóma.
Fræðsla, þjálfun, kennsla og fræðilegar rannsóknir innan fræðasviðsins.
