Nám fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður
Sérnám í hjúkrun og ljósmóðurfræði
Sérnám er tveggja ára launað nám og þjálfun að loknu meistaraprófi í hjúkrun í 80 til 100% vinnu. Áherslur þess eru sniðnar eftir starfslýsingu sérfræðinga í hjúkrun og sérfræðiljósmæðra á Landspítala. Sjá nánari lýsingu á sérfræðinámi (pdf).
Markmið sérfræðináms
Markmið sérfræðinámsins er að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái einstaklingsmiðaða þjálfun og öðlist sérfræðiþekkingu sem nýtist skjólstæðingum Landspítala.
Námið undirbýr hjúkrunarfræðinga fyrir umsókn til landlæknis um sérfræðileyfi, samkvæmt reglum um menntun og réttindi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.
Ábyrgð og starfssvið sérfræðings í hjúkrum og sérfræðiljósmóður
Starfs sérfræðinga í hjúkrun (pdf) og ljósmóðurfræðum er einstaklingsbundið og fjölbreytt. Starfið getur tengst ákveðnum sjúklingahópum, deildum, sjúkdómum eða sérgreinum og snýst oft um forvarnir, greiningu og meðferð. Starfslýsing (pdf) gæti sem dæmi innifalið:
hjúkrun og klínískt starf
þróunar, gæða- og rannsóknarstörf
kennslu og fræðslu
ráðgjöf
leiðtogahlutverk
Umsókn um sérnám
Auglýst er eftir umsóknum í lok ágúst árlega.
Framkvæmdastjóri sviðs ræður í starfið í samráði við framkvæmdastjóra hjúkrunar að undangengnu viðtali.
Yfirlit yfir umsóknarferli, helstu verkefni og tillögu að tímaáætlun (pdf).
Upplýsingar
veitir, sérfræðingur í hjúkrun og kennslustjóri starfsnáms til sérfræðingsréttinda:
Katrín Blöndal, katrinbl@landspitali.is, sími 825 3623.
