Kvenlækningadeild - bráðamóttaka og göngudeild
Þungunarrof
Heimilt er að enda þungun til loka 22. viku á Íslandi
Í lögum um þungunarrof stendur "Kona, sem óskar þess, á rétt á að fá þungun sína rofna fram að lokum 22. viku þungunar. Þungunarrof skal ætíð framkvæmt eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku þungunar."
Ef þú ert að íhuga að enda þungun geturðu leitað til kvennadeildar.
Ferlið
Staðfestu þungun með þungunarprófi.
Hringdu í símsvara kvennadeildar í síma 543 3600 og skildu eftir skilaboð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer.
Við sendum þér spurningalista í og fræðsluefni í gegnum Heilsuveru.
Þegar þú hefur svarað spurningalistanum og kynnt þér fræðsluefnið getur þú pantað tíma hjá móttöku kvennadeildar, virka daga frá 8 til 16 í síma 543 3224 eða 543 3266.
Þungunarrof er framkvæmt með lyfjameðferð.
Félagsráðgjafar á kvennadeild
Allir sem óska eftir þungunarrofi eiga kost á að viðtali við félagsráðgjafa sem veitir ráðgjöf og andlegan stuðning varðandi ákvarðanatöku og eftirfylgd eftir meðferð að kostnaðarlausu.
