Kvenlækningadeild - bráðamóttaka og göngudeild
Þjónusta
Þú þarft að hafa tilvísun frá heilsugæslu eða lækni áður en þú kemur á bráðamóttöku kvenna, nema vegna blæðinga eða verkja á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu og þá þarftu að hringja á deildina fyrir komu.
Á Kvenlækningadeild – bráðamóttöku og göngudeild er:
Bráðaþjónusta fyrir kvensjúkdóma (tilvísanamóttaka)
Bráðaþjónusta vegna vandamála á fyrsta þriðjungi meðgöngu (fyrstu 12 vikum)
Þjónusta við konur með krabbamein í kvenlíffærum
Þjónusta við konur með vandamál innan 30 daga frá aðgerð á kvenlækningadeild
Móttaka og meðferð vegna þungunarrofa
Göngudeildarþjónusta kvensjúkdómalækna
Aðgerðarstofa þar sem framkvæmdar eru ýmsar smáaðgerðir í staðdeyfingu svo sem legspeglun, keiluskurðir og leghálsspeglanir.
