Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

IRIS (Icelandic Research Information System) og Opinn aðgangur

IRIS (Icelandic Research Information System) er samstarfsverkefni íslenskra háskóla og rannsóknastofnana. Þar má finna upplýsingar um rannsóknir, birtingar og rannsóknavirkni fræðimanna, stofnana og fræðigreina.

Skoða rannsóknarafurðir Landspítala í IRIS.

IRIS kemur í stað Hirslu, sem safnaði útgáfum starfsfólks Landspítala frá 2005. Kerfið er í þróun og rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Rannsakendur á vegum Landspítalans í IRIS

  • Upplýsingafræðingur hjá Heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ sér um að skrá nýjar fræðigreinar sem birtast á vegum rannsakenda Landspítalans.

  • Rannsakendur geta fengið aðgang að sínum eigin síðum til að setja inn eldri greinar, rannsóknir eða fjölmiðlaefni.

  • Hægt er að sjá skráða rannsakendur á vegum Landspítalans í IRIS.

  • Fyrirspurnir má senda á bokasafn@landspitali.is.

Opinn aðgangur (Open Access)

Greinar styrktar af Vísindasjóði skulu merktar Landspítala og lokaútgáfur sendar safninu, bokasafn@landspitali.is til varðveislu í LSH e-Repository. Æskilegt er að aðgangur að greinunum sé opinn (Open Acess). Opinn aðgangur þýðir ókeypis aðgang að vísindagreinum á netinu og hver sem er getur lesið, afritað og dreift þeim.

Tvær leiðir að opnum aðgangi:

  1. Græna leiðin: Höfundur gefur út grein í hefðbundnu tímariti en gerir hana líka aðgengilega á netinu, oft í rafbókasafni stofnunar eða miðlægu rafbókasafni, eins og PubMed.

  2. Gullna leiðin: Grein gefin út í opnu tímariti þar sem allar greinar eru strax aðgengilegar á netinu.

Nánar um opin aðgang á síðu Open access.