Ígræðslugöngudeild 10E
Þjónusta
Hjúkrunarfræðingar á Ígræðslugöngudeild sinna sjúklingum og fjölskyldum þeirra sem eru í undirbúning fyrir ígræðslu nýra, nýra/briss eða lifrar ásamt nýragjöfum. Jafnframt fer fram eftirmeðferð á sömu deild hjá þessum sjúklingahópum ásamt hjartaþegum.
Hjúkrun á ígræðslugöngudeild felst m.a. í fræðslu til sjúklinga og fjölskyldna þeirra , almennan stuðning og að hafa yfirsýn yfir ígræðsluferlið.
Hefur þú áhuga á upplýsingum um líffæragjöf eða nýrnaígræðslu?
Þau sem vilja gefa nýra eða óska eftir upplýsingum um ígræðslur geta haft samband við ígræðslugöngudeildina á dagvinnutíma í síma eða sent tölvupóst á transplant@landspitali.is.
