Greinapantanir
Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ útvegar greinar sem notendur geta ekki nálgast sjálfir. Ef aðgangur að grein er ekki í boði í gegnum áskrift safnsins, er hægt að senda beiðni á bokasafn@landspitali.is.
Starfsfólk safnsins athugar:
hvar greinina er að finna
hvort safnið hafi aðgang að greininni með beinum hætti
hvort hægt sé að nálgast greinina með millisafnaláni
kaupir greinina. Kostnaður við að kaupa grein getur verið mismikill
