Þjónusta
Greinapantanir
Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ útvegar greinar sem notendur geta ekki nálgast sjálfir. Ef aðgangur að grein er ekki í boði í gegnum áskrift safnsins, er hægt að senda beiðni á bokasafn@landspitali.is.
Kostnaður við kaup á grein er mismikill.
Kennsla
Starfsfólk bókasafns aðstoðar starfsfólk Landspítala við heimildaleitir í gagnasöfnum, sem safnið er áskrifandi að og aðstoðar við vandamál tengd heimildaskráningu í EndNote.
Bókasafn Landspítala þjónar kennurum og nemendum á Heilbrigðisvísindasviði HÍ. Starfsfólk bókasafnsins kennir heimildaleit á heilbrigðissviði og notkun heimildaskráningarforritsins EndNote í ýmsum námskeiðum. Kennslan er skipulögð í samráði við kennara og fer helst fram í tengslum við ritgerðavinnu eða aðra heimildavinnu nemenda. Kennarar geta pantað kennslu og fengið upplýsingar í síma 543 1450 eða á bokasafn@landspitali.is.
Sérsniðin námskeið fyrir deildir og hópa
Bókasafnið býður upp á námskeið fyrir deildir og hópa starfsfólks þar sem farið er yfir helstu leiðir til upplýsingaöflunar og þá þjónustu sem bókasafnið veitir í klínísku starfi og rannsóknum. Námskeiðin eru sniðin að þörfum hvers hóps. Nánari upplýsingar í síma 543 1450 eða á bokasafn@landspitali.is. Á bókasafninu í Eirbergi er kennsluaðstaða með sex tölvum.
