Fjölskyldan og barnið
Um ráðstefnuna
Fjölskyldan og barnið er árlega ráðstefna á vegum kvenna- og barnaþjónustu Landspítala, þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni tengd starfseminni.
Ráðstefnan er þverfagleg og er:
ætluð starfsfólki þjónustukjarnans og öðru fagfólki
mikilvægur liður í símenntun
vettvangur fyrir fagfólk til að deila þekkingu og reynslu
Óskað er eftir tillögum að erindum og veggspjöldum til að kynna á næsta ráðstefnu
Erindi og veggspjöld mega snúa að vísindum og klínískri starfsemi í kvenna- og barnaþjónustu en þurfa ekki að samræmast umfjöllunarefni ráðstefnunnar.
Hægt er að senda fyrirspurn á netfangið fjolskyldanogbarnid@landspitali.is
