Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Fjaraðgangur að gögnum í áskrift

Til þess að komast í rafræn gögn Heilbrigðisvísindabókasafns utan skilgreindra IP svæða spítalans eða Heilbrigðisvísindasviðs HÍ þarf að vera með fjaraðgang. Starfsfólk LSH, Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og nemendur geta sótt um fjaraðgang að safninu.

Þau sem eru með netfang frá Landspítala eða Háskóla Íslands geta fengið aðgang. Dæmi: netfang@landspitali.is, netfang@lsh.is eða netfang@hi.is

Sækja um aðgang

  • Sótt um fjaraðgang að safninu í gegnum kerfið OpenAthens með því að fylla út eyðublað

  • Notandanafni er úthlutað og það er notað til innskráningar en einnig er alltaf hægt að nota tölvupóstfang sem notandanafn. Þið veljið sjálf lykilorð, munið að velja lykilorð sem er traust og ekki deila lykilorði með öðrum.

  • Eftir skráningu fáið þið sendan tölvupóst sem inniheldur tengil til þess að virkja aðganginn. Smellið á tengilinn í póstinum og eftir að það er gert getið þið skráð ykkur inn á eigin OpenAthens aðgang.

  • Nú er hægt að að innskrá sig með því að nota notandanafn eða tölvupóstfang og lykilorð sem var valið. Athugið að organisation er Landspitalinn Med Library. Hér eru nánari leiðbeiningar (pdf) um innskráningu.

Gleymt lykilorð:

Hægt er að endurstilla lykilorð, ef þarf.