Batamiðuð þjónusta á geðsviði
Markmið
Markmiðið með batamiðaðri þjónustu er að efla samstarfið á milli þjónustuþega og starfsfólks. Allir eru að vinna að sameiginlegu markmiði og færist fólk úr þeim hlutverkum að vera sérfræðingur eða sjúklingur í hlutverk sem einkennast af því að taka höndum saman.
Markmiðið er að styrkja þjónustuþega í að verða félagslega virkir og taka að sér þýðingarmikil félagsleg hlutverk innan samfélagsins frekar en að vera ávallt á aðskildum stofnunum.
Dæmi
Eitt af þeim einkennum sem er hvað mest afgerandi hjá einstaklingum sem eru að glíma við geðröskun er félagsleg einangrun og félagslegt óöryggi.
Eitt af markmiðum batamiðaðrar þjónustu getur því verið að styðja þjónustuþegann í átt að virkni sem og að styðja hann við að byggja sér upp tengslanet sem hann hefur vanrækt vegna veikinda sinna.
Ávinningur
Ávinningur geðsviðsins af því að taka upp batamiðaða þjónustu er margþættur.
Beinn ávinningur af nýjum starfsháttum og þeim aðferðum sem þjónustan byggir á er að líðan og virkni þjónustuþeganna verður betri og þar af leiðandi aukast líkur á bata.
Þá er einnig hægt að búast við því að líðan og hollusta starfsmanna aukist með breytingum á starfsumhverfi.
Batamiðaðri þjónustu er ætlað að draga úr einkennum geðrænna sjúkdóma og auka lífsgæði þjónustuþeganna. Gerist það vegna aukinnar ábyrgðar á eigin meðferð vegna þess að þeir finna styrkleika sína og setja sér gildi og markmið.
Stefnt er að því að vinna samkvæmt batamiðaðri þjónustu þar sem starfsfólk styður við þjónustuþegann í leit sinni að bata.
Starfsfólk styður við jákvæða sjálfsmynd þjónustuþegans og skapar von um betra líf.
Áhersla er á sjálfsákvörðunartöku, sjálfsstjórn og getu þjónustuþega til að lifa þýðingarmeira lífi en þeir gerðu áður.
Þjónustuþegarnir eru sérfræðingar í eigin lífi og verða því hluti af teyminu en ekki fyrir utan það og taka ábyrgð á eigin meðferð.
Fræðsluefni
Íslenskir bæklingar
Veggspjöld
Upplýsingarit
Erlent lesefni
Almennt um hugmyndafræðina
Rethink rethink.org
Bresk hagsmunasamtök sem nefnast Rethink sem stuðla að bættu lífi fólks með geðsjúkdóma. Hér má finna fræðsluefni á ensku um batamiðaða þjónustu sem samtökin standa fyrir.
Sainsbury center
http://www.centreformentalhealth.org.uk/recovery/index.aspx
Bresk hagsmunasamtök sem stuðla að bættu lífi fólks með geðsjúkdóma. Samtökin veita umfangsmikla þjónustu s.s. hvað varðar réttarstöðu, starfsferil, bata, uppeldi og starfsþjálfun. Hér má finna fræðsluefni á ensku um batamiðaða þjónustu sem samtökin standa fyrir.
Bataskóli – tengt lesefni og fróðleikur
Recovery Education Centres: http://cpr.bu.edu/ og http://www.recoveryinnovations.org/ og http://www.nottinghamshirehealthcare.nhs.uk/our-services/local-services/adult-mental-health-services/nottingham-recovery-college/
Hér má finna fræðsluefni um starfandi fræðslumiðstöðvar erlendis sem hafa það markmið að styðja fólk í bataferli sínu með fræðsluerindum, námskeiðahaldi og einstaklingsnálgun.
Collaborative Recovery Model: http://www.uow.edu.au/health/iimh/research/UOW103546.html
Hér má finna fræðsluefni um leiðbeinandi nálgun í batavinnu. Hér er boðið upp á þjálfun í leiðbeinandi nálgun í batavinnu sem nefnist CRM nálgun í Ástralíu.
Nottingham Helath care: http://www.nottinghamshirehealthcare.nhs.uk/our-services/local-services/adult-mental-health-services/nottingham-recovery-college/
Hér má finna fræðsluefni um bataskóla sem starfræktur er í Nottingham (Bretlandi) frá 2011. Skólinn býður upp á námskeið sem hjálpa þjónustuþegum að þróa hæfileika sína, setja sér markmið og lifa þýðingarmiklu lífi.
Mind – for better health care: http://www.mind.org.uk/
Bresk hagsmunasamtök sem veita fræðslu og stuðning fyrir fólk með geðræn vandamál og aðstandendur þeirra. Boðið er upp á ýmis námskeið og eru þau tilgreind sérstaklega á síðunni.
Sainsbury bæklingur http://www.centreformentalhealth.org.uk/pdfs/Recovery_Colleges.pdf
Bæklingur á pdf formi þar sem gerð er grein fyrir uppbyggingu bataskóla, markmiði og námsvali innan skólanna. Víða í Bretlandi er starfræktir bataskólar með góðum árangri.
Youtube - skólinn og hugmyndafræðin
http://www.youtube.com/watch?v=VSOeQbkMVqc
Myndband um bataskóla frá South West London Recovery College. Myndbandið er með enskum texta og skýrir vel hvernig fyrirkomulagið virkar innan bataskóla.
http://www.youtube.com/watch?v=_2SDbSuX3kQ
Myndband um batahugmyndafræðina frá Bandaríkjunum. Hér er fjallað um þrjá þætti sem þurfa að vera til staðar til að vinna eftir batamiðaðri þjónustu.
Samstarfsaðilar á Íslandi
Geðheilsustöð Breiðholts - http://www.reykjavikurborg.is/desktopdefault.aspx/tabid-3321/5336_view-5830/
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Geðteymi - http://hss.is/index.php?option=com_content&view=article&id=226&Itemid=314
Notenda- og hagsmunasamtök á Íslandi
Geðhjálp - http://gedhjalp.is/
Hlutverkasetur - http://www.hlutverkasetur.is/
Hugarafl - http://hugarafl.blog.is/blog/hugarafl/
Höndin - http://hondin.is/
Klúbburinn Geysir - http://kgeysir.is/kgeysir/is/forsida/
Rauði Kross Íslands - http://www.raudikrossinn.is/
Hafa samband - Batamiðuð þjónusta á LSH
Fésbókarsíða - Batamiðuð þjónusta á geðsviði Landspítala
